Efldu frævun

Hvað er frævun?

Frævun er færsla á frjókornum frá frjóhnappi blómsins til frænis blómsins. Þegar frjókorn er flutt frá frjóhnappi til frænis sama blóms kallast það sjálfsfrævun. Víxlfrævun er flutningur frjókorna frá frjóhnappi eins blóms til frænis annars blóms á sömu plöntu eða annarri plöntu.

Mörg blóm þurfa skordýr eins og hunangsflugur til að flytja frjókornin. Hunangsflugur eru þekktar fyrir að vera mjög áhrifaríkir frjóberar. Þær flytja mikið magn af frjókornum með hverri heimsókn í blóm vegna þess hversu stórar og loðnar þær eru. Á meðan þær heimsækja blómið festast frjókorn við feldinn á hunangsflugunni. Í næstu blómaheimsókn flytjast frjókornin til frænis þess blóms. Hunangsflugan safnar afganginum af frjókornunum í svokallaða frjópoka á afturfótum flugunnar.

Inni í hunangsflugnabúi er að finna egg, lirfur, púpur, fullorðnar hunangsflugur og hunangsflugnadrottningu. Forstigin (lirfur) þurfa mikið af frjókornum til að þroskast í fullorðnar hunangsflugur. Þessi mikla eftirspurn eftir mat veldur því að hunangsflugnavinnudýrin safna frjókornum og hunangslegi.

Náttúruleg frævun

Árið 1988 var uppgötvað að hunangsflugan er besti frjóberinn fyrir tómata vegna einstakrar „suðfrævunar“. Áður en þetta var uppgötvað voru tómatar frævaðir handvirkt, sem var mikil vinna og ekki jafn skilvirkt. Innan þriggja ára var notkun hunangsflugna við tómatræktun almenn um allan heim. Frá og með 1993 hafa hunangsflugur verið prófaðar í ýmsum nytjaplöntum með góðum árangri og það hefur sýnt sig að ávinningur fæst af því að nota þær sem frjóbera í atvinnuskyni. Nú til dags eru hunangsflugur notaðar við frævun hundrað mismunandi nytjaplantna um allan heim.

Ávinningurinn af hunangsflugum

Hunangsflugur eru þekktar fyrir að vera auðveldir, duglegir og áreiðanlegir frjóberar þar sem þær:

 • Veita hámarkstryggingu fyrir ákjósanlegri frævun vegna þess fjölda blóma sem þær fara í og þess magns frjókorna sem þær bera með sér.
 • Eru áreiðanleg vinnudýr, þær vinna sjö daga vikunnar, allan daginn og jafnvel við slæm veðurskilyrði og í vernduðu umhverfi.
 • Eru auðveldar í notkun og þurfa lítið eftirlit.
 • Eru öruggar þar sem þær eru ekki árásargjarnar

Ástæðan fyrir notkun hunangsflugna

Hunangsflugur eru mjög áhrifaríkir og duglegir frjóberar þar sem þær heimsækja mjög mörg blóm á hverri mínútu og flytja meira af frjókornum á frænið en aðrir frjóberar.

Annar ávinningur af notkun hunangsflugna er:

 • Hunangsflugur fara á milli plantna og plönturaða þegar þær fræva. Þetta hjálpar til við víxlfrævun sem er oft nauðsynleg fyrir hinar ýmsu ávexti eða fræjurtir.
 • Hunangsflugur eru virkar frá því snemma á morgnana þar til seint á kvöldin og líka við fremur lágt hitastig (u.þ.b. 10°C) og við skýjuð eða vindasöm skilyrði.
 • Samanborið við býflugur eru hunangsflugur árangursríkari í vernduðu umhverfi svo sem gróðurhúsum, plasthúsum eða aldingörðum undir neti.
 • Hunangsflugur hafa tilhneigingu til að heimsækja allar nytjaplöntur nálægt búinu, sem getur verið gott þegar nytjaplöntur sem ekki eru eins aðlaðandi þurfa betri frævun.
 • Hunangsflugur eru ekki mjög árásargjarnar og þær eru auðveldar í notkun.
Play

Ræktun á hunangsflugum

Rannsóknarskilyrðin á framleiðslustöðinni okkar líkja eftir náttúrulegum lífsferli hunangsflugna. Þannig búum við til það umhverfi sem þarf til að tryggja hámarkstiltækileika hágæða hunangsflugnabúa.

Ástæðan fyrir notkun Natupol?

Frævunarkröfur eru sífellt að breytast vegna markaðsleitni, nýrra tegunda nytjaplanta, tækniþróunar og breytts umhverfis. Þetta útskýrir þörfina á samfelldum rannsóknum og nýstárlegum og gæðamiklum frævunarvörum. Natupol, er ekki aðeins hunangsfluga heldur áreiðanlegt frumlegt frævunarkerfi, sem tryggir að þú hámarkir frævun og uppfyllir heilbrigðiskröfur móttökulands um dýr og dýraafurðir.

 1. Hágæða hunangsflugur
  Samanburðarprófanir sýna að Natupol-bú gefa af sér fleiri hunangsflugnalirfur úr sama klaki og þar með hunangsflugur yfir lengri tíma. Lífleg bú með langan líftíma gefa meiri frævunartíma.
 2. Besta aðgengi á markaðnum.
  Natupol-bú eru tiltæk allt árið og eru með stuttan afhendingartíma. Koppert er með vel skipulagða birgðakeðju og framleiðslustöðvar um allan heim.
 3. Bestiur frævunarárangur
  Natupol gefur að minnsta kosti 30% meiri frævunarmöguleika miðað við samkeppnisvörur því bú frá Koppert verða stærri og endast lengur. Hönnun búanna sem hefur verið þróuð í gegnum árin hjálpar hunangsflugunum að spara 20% af orkunni sem venjulega fer í að kæla og hita búið.
 4. Hagstæðasti kosturinn
  Allur ofangreindur ávinningur tryggir hámarksfrævunarárangur fyrir lítinn frævunarkostnað á kíló sem er hagstæðasti kosturinn fyrir viðskiptavini.
 5. Tilbúin undir áskoranir morgundagsins
  Forvirkar rannsóknir og samstarf með mörgum vísindastofnunum og háskólum tryggja að við séum tilbúin til að takast á við framtíðina. Með endurgjöf frá viðskiptavinum og staðbundnum prófunum á þó nokkrum stöðum hafa Natupol vörur verið reyndar og prófaðar til að gefa þér skilvirkar og sjálfbærar lausnir á viðráðanlegu verði sem uppfylla kröfur viðskiptavina.
 6. Sérsniðin ráðgjöf og stuðningur fyrir ræktendur
  250 ráðgjafar og 130 dreifingaraðilar Natupol um allan heim hjálpa ræktendum með því að veita ráð um bestu starfshætti þegar unnið er með Natupol. Við teljum endurgjöf frá viðskiptavinum nauðsynlega!

Meðhöndlun hunangsflugnastungna og ofnæmis

Vantar þig aðstoð?