Efling plöntuvaxtar og þols nytjaplantna

Sannarlega virk og prófuð

Þættirnir sem hafa áhrif á þol og þrótt ræktunar eru í sífelldri þróun þar sem kröfur viðskiptavina aukast. Rétta loftslagið, nægjanleg birta, góður vatnsbúskapur, nákvæm næringargjöf plantna, og samþættar meindýravarnir eru dæmi um þessi jákvæðu áhrif. Meðan genamengistækni og umbætur á yrkjum halda áfram mun þörfin á að hámarka heilbrigði og þrótt plöntunnar halda áfram að gegna grundvallarhlutverki í sjálfbærum landbúnaði.

Kröfur til auðlinda beina iðnaðinum að sjálfbærari landbúnaði á 21. öldinni. Koppert hefur verið í forystu þróunar líftækni nytjaplantna á síðustu fimmtíu árum. Við höfum unnið náið með samstarfsaðilum okkar að því að auka náttúrulegt þol, þróa varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum og hámarka uppskeru.

Órjúfanlegur hluti þessarar nálgunar er sköpun og stjórnun líffræðilegrar fjölbreytni innan heilbrigðs rótarsvæðis, auk stýringar tillífunarefna til að hafa áhrif á og örva afköst plöntunnar frá haga til maga.

NatuGro hámarkar samvirknisambandið á milli plöntunnar og umhverfis hennar, bæði ofanjarðar og neðan. Þegar plöntur verða þolnari og í meira jafnvægi koma fram mörg tækifæri. Þetta gefur af sér margskonar ávinning til langtíma, þar með talið aukið þol gagnvart álagi á plöntur, aukinni uppskeru og bætt gæði, og plönturnar verða minna háðar ólífrænum aðföngum til að stýra næringu plantna og varna plöntusjúkdómum.

Hámörkun vaxtargetu plantna

Í hverskonar jarðræktarlegum aðstæðum verða áskoranir við að hámarka mögulega vaxtargetu. Þær eru mismunandi hvað varðar ójafnvægi í næringarefnum plantna, sjúkdóma plantna og meindýraáhættu, vatns- og jarðvegsgæði og síauknar markaðs- og fjármagnshömlur.

Koppert einbeitir sér að sambandinu á milli plöntunnar og umhverfis hennar.

1. Örverur

Eiga uppruna sinn á rótarsvæðinu og hámarka sambandið á milli róta plantna og jarðvegsins.

Aukning líffræðilegrar fjölbreytni á rótarsvæðinu með örverusmiti rótarhvolfsins

  • Plöntuörvun / köfnunarefnisbinding plantna
  • Leysanleiki steinefna / aukin næringarefnaupptaka plantna
  • Sjúkdómar á plöntum og meindýravarnir
  • Rótarbeður / heilbrigði jarðvegs
  • Heilbrigðar rætur og hraustar plöntur

Koppert-vörur: Trianum P, Trianum G, Panoramix,

2. Náttúrulegir líförvar og lífáburður

Getan til að örva sérstök og þekkt náttúruleg viðbrögð plantna við breytingum í umhverfi og þroskastigi getur verið marktækt framlag til að ná markmiðum plöntuvaxtar og samþættrar stjórnunar ræktunar.

Líförvar sem hafa sérstaka vænta útkomu geta veitt ræktanda og smásölum ræktunar sem er í jafnvægi og fyrirfram undirbúin fyrir næsta stig þróunarferlisins. Þetta getur falið í sér að koma nytjaplöntunum af stað, leitt til framleiðslu aldina og blóma, uppskerugæða og stjórnun sjúkdóma.

Koppert-vörur: Vidi Parva, Vidi Terrum, Vidi Fortum, Vidi Funda, Vidi Fol, Veni Calcium

Vörur

Vantar þig aðstoð?