IPM app

IPM app

Hámörkuð skönnun (scouting) með Koppert iPM
Varnir gegn meindýrum og sjúkdómum hefur alltaf verið krefjandi verkefni í landbúnaði. Heilbrigð ræktun skiptir öllu, en einnig fer eftirspurn eftir sjálfbærri matvælaframleiðslu vaxandi og takmarkanir á plöntuverndarvörum aukast. Skannanir eru þýðingarmikill hluti meindýravarna og geta hjálpað ræktandanum að taka ákvarðanir á réttum tíma og beita nákvæmum meðferðum.

Koppert Biological Systems, Inc. hefur þróað einstakan skönnunarhugbúnað sem ber heitið Koppert iPM, en hann aðstoðar ræktendur við ítarlegt samþætt meindýravarnarkerfi. Koppert iPM samanstendur af tveimur hlutum, skönnunarappi og stjórnborði á netinu. Skönnunarappið virkar með GPS utandyra og er með einfalt notendaviðmót. Stjórnborðið gefur ræktandanum innsýn í meindýravandamál nánast í rauntíma þegar þeim hefur verið hlaðið upp af vettvangi. Koppert iPM-skönnunarhugbúnaðurinn hjálpar til við að draga úr kostnaði plöntuverndarvara þar sem hann hefur mjög nákvæma innsýn í verkun plöntuverndarvara og bestaða tímasetningu útsetningar lífrænna hjálparefna. Þessir þættir auka virkni varnaraðgerða og draga þannig úr þörf plöntuverndarvara og auka heilbrigði nytjaplantanna og uppskeru.

Nánari upplýsingar og kynningu er að finna á www.koppertipm.com.

iPM-skönnunarapp

Samhæft við iOS og Android.
Njóttu skönnunar með sérsniðnu sniðmáti
Settu inn mörg meindýr/sjúkdóma í einu.
Skannaðu margar lotur og marga akra.
Bættu við athugasemdum og skoðaðu úrtakssíðu.

iPM stjórnborð

  • Aðgengilegt úr öllum tækjum með nettengingu
  • Einfalt viðmót, einnig fyrir snertiskjá
  • Meindýravarnir á mörgum stöðum
  • Bættu við meðferðum og athugaðu virkni
  • Auðveld samskipti um eina gátt