Notum kraft náttúrunnar
Fólki getur fallist hendur við að hugsa um framtíð matvælaframleiðslu: hvernig geta þeir tíu milljarðar manna sem líklegt er að verði á jörðinni árið 2050 brauðfætt sig? Hvernig getum við náð því að nánast tvöfalda núverandi magn af frjósömu landbúnaðarlandi, eins og við þurfum að gera ef meira og meira af fólki skiptir yfir í vestrænt mataræði með miklu magni kjöts og mjólkurvara? Hvernig getum við tryggt framleiðslu heilbrigðra matvæla á öruggan hátt, bæði fyrir fólk og umhverfið?
Ein klukkustund á netinu er nóg til að verða ofurliði borin(n) af alþjóðlegum vandamálum: skelfilegur vítahringurinn sem stafar af notkun mikils magns af tilbúnum áburði, sem eykur þörf fyrir plöntuverndarvörur, sem eykur síðan þol meindýra og skaðar umhverfið og heilbirgði manna - og eftir fimmtíu ár verða heimsbirgðir af mikilvægasta innihaldsefni tilbúins áburðar, fosfati, nánast uppurnar. Skógeyðing, jarðvegseyðing, skortur á fersku vatni, ofveiði, loftmengun, mengun sjávar og loftslagsbreytingar: þetta eru allt þættir sem gera málin enn flóknari.
Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og Evrópusambandinu, er nýsköpun í landbúnaði og garðyrkju í algjörum forgangi. Markmiðið með nýsköpun verður að vera að tryggja, og auka þar sem hægt er framleiðslu á hollum mat á hvern hektara, með lágmarksnotkun tilbúins áburðar og plöntuverndarvara. Flestir vísindamenn eru sammála um að það verði aðeins mögulegt ef við ræktum nytjaplöntur í samræmi við samþættar meindýravarnir (IPM). Þetta hugtak á við um það hvernig ræktendur nota þekkingu á hringrás í plöntunum sjálfum og umhverfi þeirra og jafnvægi og hæðissambandi á milli plantna, skordýra, örvera og næringarefna til að hlúa að og vernda uppskeruna. Sjálfbær ræktun krefst þess að nytjaplöntur séu þolnar gagnvart sjúkdómum og plágum og umhverfið sem þær eru ræktaðar í þarf að hafa getu til að gera við sjálft sig. Það verður ekki fyrr en þá sem við getum dregið úr notkun á tilbúnum áburði, lágmarkað þörfina fyrir plöntuverndarvörur og ýtt undir framleiðni.
Burtséð frá því hversu góðar niðurstöður samþættra meindýravarna (IPM) eru, þarf að taka fram að um allan heim er notkun hennar í landbúnaði enn á byrjunarstigi og við erum langt frá því að skilja allt sem er í gangi í og umhverfis nytjaplönturnar sem við ræktum til matar. Koppert er einn af drifkröftunum á bak við nýsköpun með aðstoð samþættra meindýravarna í matvælaframleiðslu. Með rannsóknum og vöruþróun og með því að deila þekkingu með bændum og ræktendum um allan heim í gegnum samstarfsnet sitt vinnur fyrirtækið að því að auka úrval sitt af aðföngum og verkfærum til að lágmarka notkun á tilbúnum áburði og plöntuverndarvörum í matvælaframleiðslu.
Hvað eru samþættar meindýravarnir?
Margar skilgreiningar eru til á því hvað samþættar meindýravarnir (IPM) eru. Mikilvægast er markmiðið: notkun lífrænna varna þegar hægt er, plöntuverndarvara þegar ekkert annað virkar. Verkfærakassinn sem kom okkur hingað hefur að geyma mörg mismunandi verkfæri Þess vegna er vinna ráðgjafa samþættra meindýravarna svo fjölhæf, áhugaverð og stundum flókin. Mikilvægustu verkfærunum fyrir samþættar meindýravarnir er lýst hér að neðan.
Heilbrigður jarðvegur
Heilbrigður jarðvegur eða rótarbeður er grundvöllurinn að heilbrigðri uppskeru. Ekki skal aðeins hugsa heilbrigði jarðvegs eða rótarbeðs út frá lífrænu sjónarhorni: lágmark jarðvegsborinna meindýra og sjúkdóma Einnig skal hugsa það út frá efnasjónarhorni, það að steinefni séu í góðu jafnvægi í jarðveginum eða næringarlausninni. Ekki skal gleyma áþreifanlegu hliðunum: gegndræp uppbygging jarðvegs eða rótarbeðs sem gerir loftskipti á milli rótarsvæðis og andrúmsloftsins möguleg.
Val á yrkjum
Yrki nytjaplantna geta verið mjög mismunandi þegar kemur að því hversu viðkvæmar þær eru gagnvart meindýrum og sjúkdómum. Og það á ekki aðeins við um mótstöðu sem kemur frá genamengi þeirra. Mismunurinn á laufvef og plöntusafasamsetningu á milli yrkja skiptir líka máli þegar kemur að því hvernig meindýr eða sjúkdómar þróast.
Nákvæmnissáning
Þessi tækni hjálpar til við að gefa öllum plöntum svipaðar aðstæður, og leiðir til jafnarri plantna. Þetta verður síðan til þess að minna er af veikburða plöntum sem eru berskjaldaðri gagnvart meindýrum og sjúkdómum.
Hreinlæti ræktunarinnar
Þetta byrjar reyndar í síðustu ræktun. Það að gamla uppskeran sé fjarlægð ásamt eftirliggjandi meindýrum og sjúkdómaörverum frá ræktunarstaðnum hjálpar til við að draga úr eða tefja smit í nýju ræktuninni. Þrif á gróðurhúsinu og öllu sem er inni í því eru einnig mikilvæg. Það að sýktar plöntur eða plöntuhlutar séu fjarlægðir strax frá upphafi nýju ræktunarinnar takmarkar uppsprettur sýkingar.
Notkun örveruvara sem stuðla að plöntuvexti
Örverur sem stuðla að plöntuvexti (PGP) má nota strax frá upphafi ræktunnar. Þær auðga örveruflóru rótarsvæðisins. Samsetning gagnlegra örvera framkallar kerfisbundna mótstöðu og hjálpar plöntunum að vaxa betur. Fræhjúpun er skilvirk leið til að nota gagnlegar örverur í akurplöntum.
Vöktun og notkun
Tíðar og kerfisbundnar skannanir skipta sköpum þegar kemur að árangri samþættra meindýravarna. Ef meindýr og sjúkdómar uppgötvast snemma er hægt grípa tímanlega til aðgerða þegar meindýrin eða sjúkdómurinn er enn á byrjunarstigi og aðgerðir eru auðveldari. Eftirtektarsöm augu, límgildrur, ferómónagildrur og stækkunargler eru ómissandi verkfæri fyrir skönnun og vöktun. Nútímatækni með sérstökum myndavélum á drónum er nýr og áhugaverður valkostur fyrir skönnun. Almennileg skönnun gefur einnig gögn sem hjálpa til við að mæla þróun meindýra og náttúrulegra óvina. Öll skönnun býr til mikið magn gagna. Nákvæmnibúskapur breytir þessum gögnum í nothæfar upplýsingar til að stjórna, leggja mat á og bæta kerfi til samþættra meindýravarna. Koppert býður upp á vélbúnað og hugbúnaðarverkfæri sem greiða fyrir skönnun og nákvæmnibúskap.
Dróna má útbúa til að dreifa náttúrulegum óvinum með lágmarksþörf á mannafli. Þegar þetta er notað samhliða viðeigandi skönnunargögnum frá nákvæmnibúskap verður brátt mögulegt að aðlaga notkunartíðnina að staðbundnu stigi plágunnar. Lífrænar varnir með náttúrulegum óvinum er talnaleikur, þannig að tæknin mun hjálpa þér að ná fram eins mikilli hagkvæmni og hægt er með fjárfestingu í náttúrulegum óvinum.
Fjárhagslegir þröskuldar fyrir meðhöndlun
Meindýr og sjúkdómar geta verið fyrir hendi í ræktun án þess að valda fjárhagslegum skaða. Augljóslega er þröskuldurinn mismunandi eftir því hver ræktunin, meindýrið/sjúkdómurinn er. Þekking á þessum þröskuldum og samvirkni meindýra og náttúrulegra óvina hjálpar til við að forðast ónauðsynleg inngrip (með efnum).
Gagnleg skordýr
Forvarnarslepping á náttúrulegum óvinum
Náttúrulega óvini þarf að innleiða snemma á þróunartíma meindýrastofnsins til að þeir skili sem bestum árangri. Í sumum tilfellum gæti verið mögulegt, eða jafnvel nauðsynlegt, að sleppa náttúrulegum óvinum áður en meindýrin eru komin til, til að það skili mestri virkni. Sumir gagnlegir mítlar geta nærst á frjókornum eða matarmítlum; sumar gagnlegar títur geta nærst á sérstökum mat sem er byggður á mölflugueggjum. Sum sníkjudýr má fóstra á geymsluplöntum (kornbönkum t.d.) í gróðurhúsunum.
Aukasleppingar gagnlegra skordýra
Þegar forvarnarsleppingar eru ekki mögulegar, hjálpa skönnunargögnin við að stýra tímasetningu og tíðni á sleppingum náttúrulegra óvina.
Fjöldagildrur
Náttúrulegir óvinir eru ekki til sölu fyrir öll meindýr. Auk þess þurfa náttúrulegir óvinir frekari aðstoð í einhverjum tilfellum. Fjöldagildrutækni eins og Rollertraps eða Horiver (1000/ha) stuðla að vörnum gegn flugstigum meindýra eins og mjöllúsar og kögurvængja. Fyrir sum önnur meindýr geta ferómónagildrur verið enn skilvirkari.
Notkun plöntunæringarefna fyrir betri plöntuheilsu
Greiningargögn á plöntusafa hafa sýnt fram á skýrt samband á milli næringarsamsetningar laufblaða og sóttnæmi gagnvart meindýrum og sjúkdómum. Stjórnun á næringarstöðu plantna er að verða mikilvægt verkfæri við stjórnun plöntuheilbrigðis. Til dæmis hægir lægra nítratinnihald í plöntusafa á þróun spunamaurs, mjöllúsar og annarra meindýra án þess að fórna framleiðni eða gæðum. Hægt væri að finna mun fleiri dæmi.
Notkun samþættra meindýravarna við stjórnun nytjaplantna
Það er brýnt að þekkja ræktunarferilinn og -stjórnunina til að ná að samþætta sem best IPM-áætlunina og ræktunina. Afblöðunartæknin í tómataræktun getur skipt máli varðandi hvernig stofnar mjöllúsasníkla og Macrolophus þróast. Notkun ránmítla við kögurvængjum í pottaplöntum er skilvirkari þegar þeir eru notaðir áður en plöntunum er dreift. Plöntur sem eru ræktaðar í köldu umhverfi þurfa nytjadýr sem virka vel í slíkum aðstæðum.
Loftslagsstjórnun
Verkefnið „Næstu kynslóðar ræktun“ hefur orsakað breytingu á viðmiðum í nytjaplöntu- og loftslagsstjórnun í hátæknivæddum gróðurhúsum. Verkefnið sýnir hvernig rétt stjórnun á vatns-, orku- og tillífunarjafnvægi stuðlar að heilbrigðri uppskeru sem er ekki jafn berskjölduð fyrir meindýrum og sjúkdómum.
Lífrænar plöntuverndarvörur
Til eru þrír flokkar lífrænna plöntuverndarvara
Plöntuverndarvörur með örverum eru byggðar á gerlum, sveppum, eggsveppum eða vírusum og þær má nota sem lífrænar varnir gegn meindýrum og sjúkdómum. Dæmi: Trianum (Trichoderma harzianum), Mycotal (Lecanicillium muscarium) og Bacillus thuringiensis.
-
Lífefni eru byggð á plöntuþykknum eða niðurbrotsefnum (dísartré (Neem), plöntuolíur).
-
Kynferómónar eru best þekkta dæmið um boðskiptaefni.
Lífræn plöntuvarnarefni bjóða upp á breitt úrval leiða í vörnum gegn meindýrum og sjúkdómum án íðefna. Notkun er aðeins möguleg þegar varan er skráð í notkunarlandi. Lífræn plöntuvarnarefni er venjulega hægt að nota samhliða náttúrulegum óvinum en á því eru undantekningar. Skoðaðu gagnagrunn Koppert yfir hliðarverkanir eða náðu í hliðarverkanaforritið til að fá sérstakar upplýsingar.
Samrýmanleg íðefni
Þegar íðefnalausar leiðir duga ekki alveg til að halda meindýrum eða sjúkdómum fyrir neðan efnahagslegan þröskuld er oft mögulegt að nota plöntuverndarvörur með íðefnum sem hafa lágmarksáhrif á náttúrulega óvini eða plöntuverndarvörur með örverum. Athugaðu vefsvæði gagnagrunns Koppert um hliðarverkanir eða forritið til að fá sérstakar upplýsingar, og fáðu staðfest hjá viðskiptavininum að valin plöntuverndarvara brjóti ekki í bága við markaðskröfur.