Natupol Smart

Natupol Smart Bombus terrestris

Nota Natupol Smart fyrir:

Frævun ýmissa nytjaplantna eins og kirsuberja- og bufftómata, papriku og eggaldina.

Umbúðir:

Ein býkúpa með einu hunangsflugnabúi sem inniheldur drottningu, vinnudýr, ungviði og sykurvatn

Almennar upplýsingar

Hvenær á að nota Natupol Smart?

Natupol Smart er öflug og snjöll frævunarvara og má nota í ýmis verkefni. Natupol Smart hýsir aðeins minna bú, en mjög afkastamikið. Miðað við venjulegt Natupol-bú má nota þessa frævunarvöru fyrir ýmsa ræktun, svo sem kirsuberja- og bufftómata, papriku og eggaldin sem framleidd eru í minni gróðurhúsum allt að 1000 m2 að stærð. Þar að auki virkar Natupol Smart vel í stærri gróðurhúsum og á nytjaplöntur sem framleiða minna af frjókornum (minna en 25 blóm á hvern fermetra) svo sem bufftómata, melónur og ýmsar fræplöntur.

Hvernig virkar Natupol Smart?

Eftir sleppingu byrja hunangsflugurnar að fræva plönturnar. Fleiri vinnudýr sem fæðast vikurnar eftir komu þeirra taka síðan til við frævunina líka.

Bættur sýnileiki búanna á milli nytjaplantnanna er byggður á því hvernig hunangsflugur sjá. Núna geta hunangsflugurnar auðveldlega fundið búin, færri hunangsflugur villast í gróðurhúsinu og frævun verður betri.

Notkun Natupol Smart

Notkun Natupol Smart

 • Dreifðu Natupol búunum jafnt eftir aðalgangi gróðurhússins
 • Settu búin á láréttan pall (forðastu halla, annars gæti sykurvatn lekið)
 • Á sumrin skal staðsetja búið um það bil 20-60 sm yfir jörðu sunnanmegin á gangi til að fá hámarksskugga frá ræktuninni. Ef þess þarf skaltu sjá um meiri skugga.
 • Á veturna, staðsettu búið nærri efri hluta plantnanna norðan megin við aðalganginn. Tryggðu að búið nái fyrstu dagsbirtunni.
 • Bíddu í að minnsta kosti 15 mínútur eftir að þú staðsetur búin, áður en þú opnar fyrir innganginn að búunum, það gefur hunangsflugunum tíma til að róast.

Bestu notkunarskilyrði Natupol Smart

Natupol Smart virkar best við stofuhita á milli 10-30°C.

Meðhöndlun

 • Öll bú innihalda fæðu til þess að hunangsflugurnar séu í góðu ástandi á meðan á flutningi og geymslu stendur.
 • Til að tryggja bestan frævunarárangur skaltu byrja að nota búið daginn sem þú móttekur það.
 • Byrjaðu að nota búið ekki seinna en einum degi eftir móttöku.
 • Haltu hunangsflugunum við 15-25°C hita.
 • Forðastu beint sólarljós á búið.

Notkun og hreinlæti

 • Aldrei skal færa bú á milli gróðurhúsa
 • Komdu í veg fyrir að hunangsflugur fari úr gróðurhúsinu
 • Fjarlægðu hunangsflugnabúið 6-8 vikum eftir innsetningu
 • Hreinsaðu bú standinn áður en þú setur ný bú á hann
 • Innsiglaðu gömul bú í plastpokum og fargaðu þeim í samræmi við gildandi lög.

Til sérstakrar athugunar

 • Tryggðu að búin og inngangarnir séu öll sýnileg, þannig að hunangsflugurnar rati auðveldlega heim aftur.
 • Ekki setja meira en tvö bú við hliðina á hvort öðru eða nærri hvort öðru. Til að draga úr ráfi hunangsflugna, skaltu passa að allir inngangar vísi í mismunandi áttir.
 • Athugaðu að beint sólarljós á búið getur aukið innri hita um 5-15°C. Það er mikilvægt að sjá um að búin séu í skugga í þegar heitt er.
 • Tryggðu að maurar komist ekki í sykurvatnið í búunum með því að gera hindrun úr feiti eða skordýralími. Forðastu einnig að plönturnar snerti búið þannig að maurar komist ekki til búsins.
 • Ekki setja búin upp í næstu nálægð við CO2 úttakið, eða þar sem CO2 getur náð mikilli þéttni (meira en 2500 ppm).

Hafðu samband við sérfræðinginn

Koppert Biological Systems

Thanks for your request!

Something went wrong, please try again

Viltu vita meira um fyrirtækið og vörurnar okkar? Hafðu samband við einhvern af sérfræðingum okkar.
Við framleiðum vörurnar okkar og lausnir fyrir atvinnumenn í garðyrkjuframleiðslu.

Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .
Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .

Fáðu áskrift að fréttablaðinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir og upplýsingar um nytjaplönturnar þínar beint í pósthólfið

Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .
Skruna upp