Chrysanthemum

Tryggðarblóm

Um

Tryggðarblóm (Chrysanthemum spp. ), sem kallast einnig krýsantemur eða krýsur, eru blómplöntur sem tilheyra ættkvíslinniChrysanthemum af körfublómaætt. Plantan er upphaflega frá Asíu og Norð-Austur-Evrópu og meirihluti tegundanna á rætur sínar að rekja til Austur-Asíu. Sérstaklega í Kína hafa verið þróuð mjög fjölbreitt yrki til framleiðslu. Þau tryggðarblóm sem eru ræktuð nú til dags eru mun meira áberandi en villtar tegundir. Blómhöfuðin geta litið út eins og fagurfíflar, dúskar eða hnappar. Þessi sérstaka ættkvísl samanstendur af mörgum blendingum og yrkjum sem eru ræktuð í atvinnuskyni. Yfirleitt er gulur aðallitur þessarar blómplöntu. Núorðið eru ýmsir litir fáanlegir, svo sem hvítir, fjólubláir og rauðir.

Hvað við getum gert fyrir Tryggðarblóm