Um
Agúrkan (Cucumis sativus) er vinsæl planta sem er ræktuð í miklum mæli og tilheyrir graskerjaætt. Agúrkan á uppruna sinn í Suður-Asíu, sérstaklega í Indlandi. Ræktunarsaga plöntunnar er rúmlega 3000 ára löng og núna er hún ræktuð í flestum álfum.
Agúrkuplantan er skriðplanta sem vex upp eftir plöntugrindum eða öðrum stuðningsrömmum. Plantan heldur sér uppi með grönnum hringsnúnum klifurþráðum. Agúrkuplantan er með stór laufblöð og myndar löng sívöl aldin sem geta orðið allt að 60 cm eða 24 tommur að lengd og 10 cm eða 3,9 tommur í þvermál. Agúrkur þróast út frá blómum og fræin þroskast innan í aldininu, þess vegna eru þær grasafræðilega séð flokkaðar sem ber. Hinsvegar eru agúrkur, rétt eins og tómatar og kúrbítur, oft taldar með grænmeti og matreiddar og þeirra neytt sem slíkra. Agúrka er að mestu leyti vatn, meira en 90%.