Kryddjurtir

Um

Kryddurtir eru allar plöntur sem eru notaðar eru í matreiðslu, sem náttúrulyf eða ilmjurtir. Þær eru oft bragðsterkar eða ilmandi og eru notaðar til að krydda rétti eða matvörur. Í matargerðarheiminum er gerður sterkur greinarmunur á milli kryddjurta og krydda. Kryddjurtir eru laufin eða blómstrandi hlutar plöntu, sem hægt er að nota fersk eða þurrkuð. Krydd koma af öðrum hluta plöntunnar og eru oft þurrkuð fræ, ber, rætur, börkur eða ávextir.

Grasafræðilega séð eru kryddjurtir jurtkenndar.