Spidex Vital

Spidex Vital Ránmítlar Phytoseiulus persimilis

Nota Spidex Vital fyrir:

Gróðurhúsaspunamítill. Auk Tetranychus urticae er hægt að nota P. persimilis til að halda í skefjum öðrum spunamítlum af tegundinni Tetranychus, svo sem T. pacificus og T. kanzawai, að undantekinni T. evansi. 

Umbúðir:
  • 100 ml flaska með skömmtunartappa, inniheldur 2.000 dýr á millistigi
  • 500 ml flaska, sem inniheldur 10.000 dýr á millistigi
  • Hver flaska inniheldur glyðjur og fullorðin dýr í bland við viðartrefjar

Almennar upplýsingar

Play video

Hvenær á að nota Spidex Vital?

Notaðu Spidex Vital sem lífræna meindýravörn á gróðurhúsaspunamítla (Tetranychus urticae). Spidex Vital virkar vel á öll stig gróðurhúsaspunamítils en virkar betur á yngri stigin. Notaðu Spidex Vital sem forvörn og þegar skaðvaldanna verður fyrst vart.

Hvernig virkar Spidex Vital?

Phytoseiulus persimilis étur öll stig spunamítla en er sérstaklega hrifin af eggjunum. Ránmítlarnir gera gat á eggin og gleypa í sig innihaldið. Fullorðnir Phytoseiulus persimilis ráðast einnig á fullorðna spunamítla en á fyrri þroskastigum éta þeir aðeins minni stig bráðarinnar. Lirfurnar borða ekki. ´Þegar þeir eru á ræktunarplöntunni lifa ránmítlar eingöngu á gróðurhúsaspunamítlum (Tetranychus spp.).

Notkun Spidex Vital

Play video

Notkun Spidex Vital

  • Snúðu flöskunni og hristu hana varlega fyrir notkun
  • Sáldraðu efninu á laufblöð eða helltu í Dibox-kassa
  • Það er mögulegt að dreifa Spidex vélrænt með (Mini)Airbug/Airobug

Bestu notkunarskilyrði Spidex Vital

Rakastig ætti að vera hærra en 75% og hiti yfir 20°C/68°F í að minnsta kosti einhverja klukkutíma yfir daginn. Phytoseiulus persimilis fer ekki í dvala.

Meðhöndlun

Lífræn nytjadýr hafa mjög stuttan líftíma og þess vegna þarf að sleppa þeim í ræktunina eins fljótt og mögulegt er eftir móttöku. Sé það ekki gert getur það haft neikvæð áhrif á gæði þeirra. Þurfir þú að geyma Spidex, skaltu fylgja leiðbeiningunum hér fyrir neðan. Koppert B.V. ber ekki ábyrgð á gæðatapi ef varan er geymd lengur en ráðlagt er og/eða við röng skilyrði.

  • Geymsla eftir móttöku: 1-2 dagar
  • Geymsluhiti: 8-10°C/47-50°F
  • Í myrkri (flaskan lárétt)

Skömmtun

Upplýsingarnar hér fyrir neðan eru aðeins til ábendingar. Hægt er að fá sérsniðnar ráðleggingar ef upplýsingar liggja fyrir um staðbundna þætti sem þarf að taka til greina, svo sem gerð nytjaplantna, veðurfar og hversu slæm plágan er. Ráðfærðu þig við sérfræðing Koppert eða viðurkenndan dreifingaraðila Koppert til að fá upplýsingar um rétta nálgun.

Spidex Vital forvarnir létt græðandi kröftugt græðandi
Hlutfall 2-4/m² 6-10/m² 20-50/m²  
Millibil (dagar) 21 7 7
Tíðni - 2-3x 3x
Athugasemdir - - notið aðeins á sýkt svæði
Play video

Hafðu samband við sérfræðinginn

Koppert Biological Systems

Thanks for your request!

Something went wrong, please try again

Viltu vita meira um fyrirtækið og vörurnar okkar? Hafðu samband við einhvern af sérfræðingum okkar.
Við framleiðum vörurnar okkar og lausnir fyrir atvinnumenn í garðyrkjuframleiðslu.

Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .
Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .

Fáðu áskrift að fréttablaðinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir og upplýsingar um nytjaplönturnar þínar beint í pósthólfið

Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .
Skruna upp