Terranem

Terranem Þráðormar sem leggjast á skordýr Heterorhabditis bacteriophora

Nota Terranem fyrir:

Lirfur ýmissa bjöllutegunda

Umbúðir:

Hver kassi inniheldur lirfur (þriðja stigs) í hlaupi

2 pokar í kassa og hver poki inniheldur 250 milljón lirfur

Almennar upplýsingar

Play video

Hvenær á að nota Terranem?

Notaðu Terranem sem lífræna vörn gegn lirfum ýmissa bjöllutegunda, sérstaklega lirfum garðadjásns (Phyllopertha horticola). Terranem virkar einnig vel gegn Serica brunnea, Hoplia spp. og saurbjöllum af ættkvísl taðýfla.

Hvernig virkar Terranem?

Eftir notkun leita þráðormarnir virkt að bráð sinni og troða sér inn í hana. Þráðormarnir borða innan úr bráðinni og þveita sérstökum bakteríum úr meltingarveginum um leið. Þessar bakteríur breyta vef hýsilsins í efni sem þráðormarnir geta auðveldlega neytt. Lirfurnar deyja innan nokkurra daga.

Notkun Terranem

Play video

Notkun Terranem

Undirbúningur
 1. Hálftíma áður en lausnin er undirbúin skaltu taka pakkann úr kæli og leyfa honum að hitna í herbergishita (20°C)
 2. Brjóttu innihald pokans (250 milljónir Heterorhabditis bacteriophora) í smærri bita
 3. Notaðu allan pakkann og settu brotin í fötu sem inniheldur fimm lítra af vatni (við 15 til 20°C)
 4. Láttu fötuna með lausninni standa í fimm mínútur.
 5. Hrærðu síðan í lausninni þar til allir klumparnir eru horfnir áður en hún er sett yfir í úðatankinn
 6. Notaðu úðalausnina strax
Notkun
 • Með vökvunarkönnu, úðakerfi, bakdælu eða úðadælu á ökutæki.
 • Til að forðast stíflur ætti að fjarlægja allar síur.
 • Láttu þrýstinginn í mesta lagi vera 12 bör á úðunarbómunni eða byssunni.
 • Opin á úðunardýsunum ættu að vera að minnsta kosti 0,5 mm (500 míkron)
 • Hræra ætti í sífellu í lausninni til að koma í veg fyrir að þráðormarnir sökkvi niður á botninn á úðatankinum
 • Loftaðu grassvörðinn áður en þú notar Terranem með lóðréttri framræslu (e. vertidraining), eða stinga eða skera göt í svörðinn
 • Kvöldið áður en þú notar Terranem, skaltu forbleyta/vökva yfirborð jarðvegsins (5-10 mm)
 • Úðaðu bleytuefni kvöldið fyrir notkun Terranem
 • Haltu yfirborði jarðvegsins röku eftir að fyrsta vatnsmeðferðin hefur átt sér stað
 • Ef mögulegt, skaltu vökva 5 mm af vatni á grassvörðinn 1 til 2 tímum áður en þú notar Terranem
 • Vökvaðu grassvörðinn eftir notkun (a.m.k. 2-5 lítrar á hvern m²) til að skola þráðormunum niður í jarðveginn
 • Haltu moldinni rakri í fyrstu tvær vikurnar eftir dreifingu

Bestu notkunarskilyrði Terranem

 • Rakastig moldarinnar þarf að vera hátt
 • Hitastig moldarinnar á milli 14°C og 33°C
 • Þráðormar eru viðkvæmir fyrir útfjólubláu ljósi (UV): ekki nota þá í beinu sólarljósi
 • Aðeins ætti að setja þá á lauf á kvöldin til að lágmarka áhrif útfjólublás ljóss og til að hámarka rakamagn sem er gott fyrir þráðormana.

Meðhöndlun

Lífræn nytjadýr hafa mjög stuttan líftíma og þess vegna þarf að sleppa þeim í ræktunina eins fljótt og mögulegt er eftir móttöku. Sé það ekki gert getur það haft neikvæð áhrif á gæði þeirra. Þurfir þú að geyma Terranem, skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan. Koppert Biological Systems ber ekki ábyrgð á gæðatapi ef varan er geymd lengur en ráðlagt er og/eða við röng skilyrði.

Geymsluleiðbeiningar:

 • Geymslutími: sjá fyrningardagsetningu á pakka
 • Geymsluhiti: 2-6 °C
 • Geymdu á dimmum stað

Skömmtun

Upplýsingarnar hér fyrir neðan eru aðeins til ábendingar. Hægt er að fá sérsniðnar ráðleggingar ef upplýsingar liggja fyrir um staðbundna þætti sem þarf að taka til greina, svo sem gerð nytjaplantna, veðurfar og hversu slæm plágan er. Ráðfærðu þig við sérfræðing Koppert eða viðurkenndan dreifingaraðila Koppert til að fá upplýsingar um rétta nálgun.

Terranem forvarnir létt græðandi kröftugt græðandi
Skömmtun n/a 500.000/m² 500.000/m²
m²/eining n/a 1000 1000
millibil (dagar) n/a n/a 21-28
Tíðni n/a 1x 2x
Athugasemdir n/a snemmbúin notkun (L2 lirfur) síðbúin notkun (L3 lirfur)

Hafðu samband við sérfræðinginn

Koppert Biological Systems

Thanks for your request!

Something went wrong, please try again

Viltu vita meira um fyrirtækið og vörurnar okkar? Hafðu samband við einhvern af sérfræðingum okkar.
Við framleiðum vörurnar okkar og lausnir fyrir atvinnumenn í garðyrkjuframleiðslu.

Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .
Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .

Fáðu áskrift að fréttablaðinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir og upplýsingar um nytjaplönturnar þínar beint í pósthólfið

Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .
Skruna upp