Fyrirtækið okkar

Sagan okkar

Til að gera heiminn sjálfbærari þurfum við að finna leiðir til ræktunar sem eru bæði öruggar og heilbrigðar. Við teljum að lausnin við þessum áskorunum í landbúnaði felist í náttúrunni sjálfri. Við vinnum þess vegna með náttúrunni. Og hjálpum plánetunni að finna sitt jafnvægi. Við notum náttúrulega óvini til að berjast gegn plágum, hunangsflugur til frævunar, örverur og lífhvata sem styðja við, vernda og styrkja uppskeruna. Við bætum heilsu plantna, bæði ofanjarðar og neðan.

Fyrirtækið var stofnað árið 1967 af Jan Koppert, en hann var hollenskur ræktandi með sá í gegnum hlutina: heiminn vantaði aðra lausn en skordýraeitur. Hann varð fyrstur til að finna náttúrulega lausn til að berjast gegn plágum sem herjuðu á uppskeruna. Hann kom af stað meiriháttar þróun í átt að sjálfbærum landbúnaði.

Í rúm 50 ár höfum við stuðlað að nýþróun í landbúnaði og það hefur haft sitt að segja. Ræktendur og bændur um heim allan nota vörur okkar og þekkingu til að koma uppskerunni aftur í eðlilegt jafnvægi. Þetta bætir heilsu platnanna, viðkomugetu þeirra og afrakstur.

Saman uppfyllum við hæstu öryggisstaðla matvæla og vinnum um leið að æðsta markmiði okkar: fullsjálfbærum landbúnaði.

Þessu markmiði getum við ekki náð af eigin dáðum. Þess vegna vinnum við með ræktendum, fyrirtækjum, háskólum, rannsóknarmiðstöðvum og ríkisstofnunum um allan heim. Saman stuðlum við að betri heilsu fólks og plánetunnar. Höldum þróuninni áfram og vinnum með náttúrunni.

Okkar sýn

Heimurinn þarf á fullsjálfbærum landbúnaði að halda. Við vinnum saman að þessu markmiði með því að þróa og kynna sjálfbæra ræktunartækni í samvinnu við náttúruna.

Big impact starts small

Play

Okkar tilgangur

Koppert stuðlar að betri heilsu fólks og plánetunnar. Í samvinnu við náttúruna gerum við landbúnað heilbrigðari, öruggari og afkastameiri. Við bjóðum upp á samþætt kerfi sérfræðiþekkingar og náttúrulegra, öruggra lausna sem bæta heilbrigði, þol og afköst ræktunarinnar.

Okkar gildi

Reglurnar sem við höfum að leiðarljósi til að styðja við og miða okkur áfram að markmiði okkar, sýn og tilgangi. Megingildin okkar segja markmið okkar með skýrum hætti og vísa okkur veginn í öllu sem við gerum. Þau eru hornsteinninn í starfsemi fyrirtækisins.

Við erum í félagi við náttúruna
Til að gera heiminn sjálfbærari þurfum við að finna lausnir í ræktun sem eru bæði öruggar og heilbrigðar. Í öllu sem við gerum eigum við að tryggja að náttúran og fólkið njóti jafnræðis. Við teljum að lausnin við áskorununum sem við stöndum frammi fyrir í landbúnaði felist í náttúrunni sjálfri. Og í því að endurheimta náttúrulegt jafnvægi jarðar. Þess vegna erum við í félagi við náttúruna

Við vinnum fyrir ræktendur
Stofnandi fyrirtækisins okkar var sjálfur ræktandi og við höfum aldrei gleymt upprunanum. Við leyfum ræktendum og bændum um allan heim að njóta góðs af vörum okkar og þekkingu. Við vitum hvað þeir þurfa að glíma við og finnst okkur bera skylda til að hjálpa þeim að endurheimta náttúrulegt jafnvægi í uppskerunni. Við vinnum að því með þeim að bjóða upp á öruggar, gæðamiklar og ódýrar afurðir.

Við höldum áfram að bæta okkur
Við staðráðin í að finna alltaf nýjar og betri lausnir. Við viðum stöðugt að okkur meiri þekkingu og bætum vinnubrögð okkar, vörur og þjónustu til að fara fram úr væntinum viðskiptavina okkar. Með því að vera opin fyrir nýjum hugmynd og læra af reynslunni höldum við stöðu okkar sem frumkvöðlar í okkar fagi.

Við stuðlum að alþjóðlegri samvinnu
Samvinna er okkur í blóð borin. Við vitum að til þess að færast nær markmiði okkar þurfum við að vinna saman. Við notum alþjóðlegt tengslanet okkar til að deila framtíðarsýn okkar og þekkingu, mynda mikilvæg sambönd og hvetja aðra til dáða. Alþjóðlega tengslanetið okkar gegnir lykilhlutverki og það er ekki síður mikilvægt að standa vörð um það en stækka það. Saman vinnum við að æðsta markmiðinu: fullsjálfbærum landbúnaði.

Við erum fjölskylda
Við erum fjölskyldufyrirtæki og við komum fram hvert við annað eins og eigin fjölskyldu. Við berum hag hvers annars í brjósti og virðum og metum hvert annað. Við sameinumst um gildin okkar og sterka trú okkar á lífrænum lausnum og sjálfbærum ræktunaraðferðum.

Okkar saga

Árið 1967 ákvað agúrkuræktandinn Jan Koppert að leita að nýrri lausn til að berjast gegn plágum og sjúkdómum þar sem verkun skordýraeitursins sem hann notaði dvínaði. Hann var fyrstur til að finna og kynna náttúrulega lausn: náttúrulega óvininn Phytoseiulus persimilis til að berjast gegn spunamaurum.

Árangurinn og áhrifin voru svo stórtækileg að Jan Koppert ákvað að framleiða sína eigin lausn, ekki aðeins fyrir eigið fyrirtæki heldur einnig til að selja öðrum ræktendum.

Fyrirtækið Koppert hafði litið dagsins ljós. Synir hans Peter og Paul og frændi hans, Henri Oostoek, breyttu litla fyrirtækinu í þann alþjóðlega frumkvöðul sem við þekkjum í dag. Fyrirtækið fjölgar við hjálparskordýr og innleiðir náttúrulega frjóbera, en kannar um leið og þróar örveruvörur og lífræna hvata. Við gefum ræktendum og bændum um allan heim tækifæri á að fá vörurnar okkar. Við bjóðum upp á sjálfbæra lausn í stað íðefnabyggðra skordýraeitra og hrindum af stað stórtækri breytingu sem stuðlar að sjálfbærum landbúnaði til að tryggja fólki og jörðinni heilbrigða framtíð.

Í rúm 50 ár höfum við haldið áfram að kanna, þróa og innleiða náttúrulegar lausnir sem þarf að leysa úr læðingi. Kynslóð nútímans hjálpar fjölskyldufyrirtækinu að stíga skrefið til framtíðar. Lausnirnar okkar hafa þegar sýnt góðan árangur í rúmlega 100 löndum og fyrirtækið hefur 30 dótturfélög um heim allan.

Lausnirnar okkar

Við bjóðum upp á samþættar náttúrulegar lausnir til að stuðla að heilbrigðari og öruggari uppskerum, og veitum ræktendum færi á að bæta gæði og afköst. Við höldum nýþróun stöðugt áfram og veitum sérfræðiþekkingu og ráðgjöf. Við styðjum ræktendur í rúmlega 100 löndum og hvetjum þá til að nota sjálfbæra ræktunartækni. Heildræn nálgun okkar veitir okkur sérstöðu. Við bætum heilsu plantna, bæði ofanjarðar og neðan. Allar lausnirnar hafa sama markmið: fullsjálfbæran landbúnað.