Fyrirtækið okkar

Fyrirtækið okkar

Koppert Biological Systems framleiðir sjálfbærar ræktunarlausnir fyrir ræktun matjurta og skrautjurta. Ásamt ræktendum og í samvinnu við náttúruna vinnum við að því að gera landbúnað og garðyrkju heilbrigðari, öruggari, afkastameiri og þolnari. Við náum þessu fram með því að nota náttúrulega óvini til að berjast gegn meindýraplágum og plöntusjúkdómum, hunangsflugur fyrir náttúrulega frævun og líförva sem styðja við og styrkja ræktunina bæði ofan- og neðanjarðar. Endurheimt og verndun lífsnauðsynlegra vistkerfa á náttúrulegan hátt er grundvöllurinn að heilbrigðri ræktun og jafnvægi í umhverfi.

Ef verkþekkingu okkar og ráðgjafaþjónusta er tekin með liggur í augum uppi hvers vegna sífellt fleiri ræktendur líta á okkur sem samstarfsmenn sína sem hjálpa þeim að láta metnaðarmál sín verða að veruleika.

Play video

Tilgangur og framtíðarsýn

Koppert Biological Systems stuðlar að betri heilsu fólks og plánetunnar. Í samvinnu við náttúruna gerum við landbúnað heilbrigðari, öruggari og afkastameiri. 

Við bjóðum upp á samþætt kerfi sérfræðiþekkingar og náttúrulegra, öruggra lausna sem bæta heilbrigði, þol og afköst ræktunarinnar. 

Koppert Biological Systems
Í félagi við náttúruna

Rannsóknir og þróun

Yfirstandandi tilraun til að uppgötva og nýta lögmál náttúrunnar er hornsteinn starfsemi Koppert. Styrkur Koppert liggur í getu fyrirtækisins til að breyta þessari þekkingu í hagnýta notkun sem stuðlar að því að finna lausnir á ríkjandi vandamálum.

Á nýliðnum árum hefur ítarleg verkþekking Koppert á örverum, líförvum og ferómónum leitt til óteljandi lausna sem hafa bætt þol plantna upp að því marki að sjúkdómar hafi varla möguleika.

Rannsóknir og þróun hjá Koppert hafa oft verið uppruni lífrænna lausna sem voru síðan teknar upp um allan heim. Það er þrautseigju fyrirtækisins að þakka að nú er hægt að taka fjölmargar tegundir af sérstökum mítlum inn til að berjast gegn ýmisskonar plágum. Með tilliti til frævunarlausna hafa svipaðar byltingarkenndar uppgötvanir orðið grundvöllur að gríðarmikilli skilvirkni í framleiðslu og framförum gæða í ræktun margra nytjaplantna.

Lausnir og lausnadreifing um allan heim

Lausnir eru aðeins nothæfar og gagnlegar ef hægt er að endurskapa þær og dreifa þeim. Koppert og samstarfsaðilar fyrirtækisins hafa fullkomnað þetta á síðustu árum. Koppert notar heildstæða nálgun fyrir plöntur og þróar lausnir fyrir alla viðkomandi þætti.

Kjarnasvið okkar:

  • Harðgerari vöxtur með NatuGro
  • Meindýravarnir
  • Náttúruleg frævun
  • Notkunartækni og vöktun
  • Fræmeðhöndlun

Verkkunnátta og deiling þekkingar

Þó að Koppert sé fyrst og fremst þekkt fyrir vörur sínar, er fyrirtækið í eðli sínu þekkingarfyrirtæki. Við höfum sterkan rannsókna- og þekkingargrunn og teljum að deiling þekkingar og þjálfun starfsfólks sé mikilvægt skref í átt að sjálfbærum landbúnaði og garðyrkju.

Rúmlega 300 sérfræðiráðgjafar tryggja að dreifingaraðilar og ræktendur fái stuðning við að takast á við áskoranir sem þeir standa frammi fyrir frá degi til dags. Auk þess að veita rekstrarráðgjöf verja þeir miklum tíma og viðleitni í að miðla grundvallarþekkingu sinni á náttúrunni og lausnum henni í hag. Koppert býður upp á margskonar námskeið og vinnur náið með háskólum um allan heim til að breiðari markhópur hafi aðgang að þekkingunni.

Koppert er sannfært um að þekking sé mikilvægur þáttur til að ná árangri.

Saga

Árið 1967 var Jan Koppert agúrkuræktandi. Dag eftir dag gerði hann sitt besta til að hámarka uppskeruna og ná sem bestum árangri. Sjúkdómum og meindýrum var stjórnað með efnum, en virkni plöntuverndarefna minnkaði með hverju árinu. Það dró til tíðinda þegar Jan Koppert fékk ofnæmi og varð veikur vegna þessara vara. Hann stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun: hætta eða leita að öðrum valkosti.

Með gríðarmiklum eldmóði leitaði Jan annarravalkostam og sökkti sér í heim náttúrulegra óvina. Hann var fyrstur til að taka inn náttúrulegan óvin til að berjast við spunamítla í sinni eigin gróðrarstöð. Árangurinn og áhrifin voru svo jákvæð að Jan Koppert ákvað að framleiða sína eigin lausn, ekki aðeins fyrir eigið fyrirtæki heldur einnig til að selja öðrum ræktendum. Koppert Biological Systems varð til.

Síðan þá hefur leitin að lífrænum lausnum aðeins aukist og hefur leitt til þess að fyrirtækið er í fararbroddi í lífrænum vörnum og náttúrulegri frævun. Koppert-lausnir eru núna notaðar með góðum árangri í meira en 100 löndum.

Fáðu áskrift að fréttablaðinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir og upplýsingar um nytjaplönturnar þínar beint í pósthólfið

Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .
Skruna upp