Upplifunarmiðstöð

Komdu í heimsókn í upplifunarmiðstöð okkar og uppgötvaðu heim sjálfbærar ræktunar.

Ef þú hefur áhuga á sjálfbærri ræktun, lífrænum vörnum fyrir uppskeruna og náttúrulegri frævun, skaltu endilega koma og heimsækja Upplifunarmiðstöð Koppert þar sem þú getur farið í gagnvirka ferð um heillandi heim sjálfbærrar ræktunar.

Fylgstu með rannsóknar- og þróunarferli okkar og uppgötvaðu mikilvægi örsmárra lífvera eins og ránmítla og gagnlegra sveppa fyrir alþjóðlegan landbúnað og garðyrkju. Kíktu inn í hunangsflugnabú og horfðu á þessi óþreytandi vinnudýr gera það sem þau gera best. Vissirðu að sjón hunangsflugna er allt öðru vísi en manna og að við notum mismuninn til að veita viðskiptavinum okkar skilvirkustu frævunarlausnirnar?

Sjáðu, heyrðu og uppgötvaðu. Komdu í heimsókn í glænýju upplifunarmiðstöðina okkar í höfuðstöðvum okkar á Veilingweg 14 í Berkel en Rodenrijs, Hollandi.

Hagnýtar upplýsingar
Upplifunarmiðstöðinni okkar er ætlað að ná til markhópa sem tengjast landbúnaði og garðyrkju.

Opnunartímar: virkir dagar (mán-fös) frá 09:00 til 17:00. Skoðunarferð tekur að meðaltali einn og hálfan klukkutíma og hentar fyrir allt að fimmtán manna hópa. Ef um stærri hópa er að ræða er hægt að biðja um að aðlaga dagskrána .

Panta þarf tíma til að heimsækja upplifunarmiðstöðina. Hefurðu áhuga? Fylltu út eyðublaðið hér að neðan.

Okkar Experience Centre