Fyrirvari

Almennir söluskilmálar

Þessir almennu skilmálar eiga við um alla samninga sem Koppert gengst undir, að undanskildum kaupsamningum. Skilmálarnir eiga einnig við um öll tilboð og vinnu sem Koppert sér um. Skilmálarnir eiga einnig við um alla ráðgjöf og þjónustu sem Koppert veitir. (gr. 2.1)

Almennir söluskilmálar

Almennir skilmálar fyrir notkun þessa vefsvæðis

  1. Almennt
    Koppert gefur þér hér með aðgang að www.koppert.com, þar sem finna má texta, myndir og annað efni í upplýsingatilgangi.

    Með því að fara inn á þetta vefsvæði samþykkir þú þessa almennu skilmála. Ef þú samþykkir ekki þessa almennu skilmála ættir þú að hætta notkun þessarar síðu og ekki koma aftur á hana. Þar að auki staðfestir þú að þú munir ekki gera Koppert ábyrgt fyrir hverskonar afleiðingum sem tengjast upplýsingum, meðmælum og/eða ráðleggingum sem er að finna á þessu vefsvæði.

    Upplýsingarnar sem er að finna á www.Koppert.com eru án kvaða og teljast ekki lagalega bindandi samningstilboð.
  2. Ábyrgð
    Þó að aðgátar hafi verið gætt við gerð þessa vefsvæðis ábyrgist Koppert ekki, beint eða óbeint, að upplýsingarnar (þ.m.t., en ekki takmarkað við, myndir, vörulýsingar og ráðleggingar) sem á því eru eða sem vefsvæðið vísar til, séu fullkomnar, endurskoðaðar, nákvæmar og henti viðeigandi tilgangi sem notandi vefsvæðisins notar þær til.

    Að því marki sem lög leyfa, undanskilur Koppert (þ.m.t. tengd fyrirtæki, yfirmenn og starfsmenn) sig hér með frá hverskonar ábyrgð á:
    1. öllu tapi, beinu eða óbeinu, sem stafar af / eða kemur til af notkun á vefsvæðinu eða öðru vefsvæði sem því tengist,
    2. tapi á vélbúnaði eða hugbúnaði tölvu, vírusum eða öðrum vandamálum og/eða tímatapi vegna notkunar þessa vefsvæðis.
    3. tapi vegna rangra, ófullgerðra eða úreltra upplýsinga á vefsvæðinu.
    Vefsvæðið gæti innihaldið tilvísanir (til dæmis, með veftengli, borða, eða hnappi) til annarra síðna sem tengjast vissum hlutum þessa vefsvæðis. Þetta þýðir ekki endilega að Koppert sé tengt, eða eigi, þessi vefsvæði, og ber þar af leiðandi ekki ábyrgð á þessum vefsvæðum eða upplýsingum sem þau innihalda.

    Koppert áskilur sér einkarétt til að breyta efni eða fjarlægja hluta þess hvenær sem er án fyrirvara. Ekki er hægt að láta Koppert bera skaðabótaábyrgð á neinum afleiðingum slíkra breytinga.

    Þetta vefsvæði inniheldur tilvísanir til vara. Sumar vörur eru ekki tiltækar í öllum löndum. Slíkar tilvísanir gefa ekki til kynna að Koppert selji tiltekna vöru í tilteknum löndum eða ætli sér að gera það.
  3. Hugverk
    Höfundarréttur og allur annar hugverkaréttur sem tengist öllu efni vefsvæðisins, þ.m.t. öllum texta, myndum, grafík, hljóð- eða myndbandsskrám eða hreyfimyndaskrám og hönnun, uppsetning, og framsetning vefsvæðisins liggur eingöngu hjá Koppert og tengdum þriðju aðilum, nema annað sé tekið fram.

    Efni þessa vefsvæðis má ekki afrita, deila, eða vinna með í atvinnutilgangi, né má afrita efni yfir á annað vefsvæði án fyrirfram skriflegs samþykkis. Þetta vefsvæði veitir ekki leyfi til að nota hugverk Koppert eða þriðja aðila.

    Bannað er að afrita alla hluta vefsvæðisins eða birta með prentun, ljósriti, örfilmu, stafrænu afriti, eða á nokkurn annan hátt, án fyrirfram skriflegs samþykkis Koppert.

    Þú getur prentað eða halað niður hluta vefsvæðisins á harðan disk eða dreift því til annarra aðila að því gefnu að það sé eingöngu gert í upplýsingatilgangi. Ef þú færð leyfi til að birta mynd þarf birtingin alltaf að vísa til heimildar: Höfundarréttur Koppert. Allur réttur áskilinn.
  4. Gagnaverndaryfirlýsing
    Á meðan á heimsókn á þetta vefsvæði stendur gætu persónuupplýsingar og önnur gögn verið geymd sem vafrakökur. Koppert áskilur sér rétt á að geyma þessi gögn og nota þau í tölfræðigögnum og öðrum gagnamiðlum. Notkun persónuupplýsinga fellur undir gagnaverndaryfirlýsingu og vafrakökuyfirlýsingu Koppert. Mælt er með að þú lesir þessi skjöl vandlega áður en þú veitir Koppert persónuupplýsingar þínar.