Gagnaverndaryfirlýsing

Koppert virðir friðhelgi einkalífs þíns og vinnur með persónuupplýsingar þínar í samræmi við Almennu gagnaverndarreglugerðina (AVG). Þessi gagnaverndaryfirlýsing á við ef þú ert gestur á heimasíðunni, viðskiptavinur, birgir, framtíðarstarfsmaður eða annar viðskiptafélagi. Koppert ábyrgist að farið sé með persónuupplýsingarnar sem þú gefur upp sem trúnaðarmál. Við vinnum með persónuupplýsingar þínar til að setja inn í og framfylgja samningum fyrir, meðal annars, verslunarþjónustu og stjórnun viðskiptatengsla. Þetta nær einnig yfir aðgerðir sem ætlað er að stækka hóp viðskiptavina okkar.

Hvaða gögnum söfnum við og hvers vegna?

Heimsóknir á vefsvæði og greiningargögn

Þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar mun vafrinn þinn senda viss gögn til vefþjóns okkar. Þessi gögn hjálpa okkur að veita þér réttar upplýsingar á vefsvæðinu. Við söfnum eftirfarandi upplýsingum í þessum tilgangi:

  • IP-tölu
  • Notandanafni
  • Dagsetningu og tíma aðgangs
  • Tímabeltismismuni frá staðartíma Greenwich (GMT)
  • Efni beiðni (sérstök síða)
  • Aðgangsstöðu/HTTP-stöðukóða
  • Magni fluttra gagna
  • Vefsvæði sem beiðnin kom frá
  • Vafra, tungumálastillingum, vafraútgáfu og stýrikerfi.

Þessi gögn eru notuð til að gera tölfræðigreiningu á gestum og smellihegðun á vefsvæðinu. Við gætum líka notað þau til að betrumbæta vefsvæðið. Slík gögn verða ekki veitt þriðja aðila.

Við notum Google Analytics til að skoða hvernig gestir nota vefsvæðið okkar. Upplýsingarnar sem við fáum, þar með talin IP-tala þín, verða sendar til og geymdar af Google á netþjónum í Bandaríkjunum. Google notar upplýsingarnar frá Google Analytics til að skoða hvernig vefsvæðið okkar er notað, til að taka saman skýrslur um vefsvæðin okkar fyrir okkur og gefa auglýsendum sínum upplýsingar um hversu árangursríkar auglýsingaherferðir þeirra eru. Google gæti einnig sent þessar upplýsingar til þriðju aðila ef þess er krafist í lögum, eða þegar viðkomandi þriðju aðilar vinna með upplýsingarnar fyrir hönd Google. Koppert hefur ekkert með það að gera.

Persónugreining
Við notum sérstakan ytri hugbúnað til að búa til tengingu á milli upplýsinganna sem Google Analytics safnar og persónuupplýsinganna sem þú gefur upp. Þessar upplýsingar eru gefnar upp í skýrri notandauppsetningu. Yfirlit notandauppsetningar sýnir allar persónuupplýsingar sem safnað er um hvern gest, auk tímalínu sem sýnir hvaða síður gesturinn hefur skoðað og hvað gesturinn hefur gert á síðunni. Með því að safna þessum upplýsingum getum við greint ábendingar úr hópi gestanna sem heimsækja vefsvæðið okkar og hólfað þá niður eftir þörfum.

Fréttabréf
Þú getur gerst áskrifandi að fréttabréfinu okkar á vefsíðunni okkar. Ef þú samþykkir það munum við skrá netfangið sem þú gefur okkur og nota það til að senda þér fréttabréfið okkar. Til að fá sérsniðið fréttabréf biðjum við þig um að veita okkur eftirfarandi upplýsingar:

  • Fornafn og eftirnafn
  • Heiti fyrirtækis
  • Kyn
  • Land
  • Netfang
  • Nytjaplöntuhóp sem þú vilt fá upplýsingar um

Við munum vinna með persónuupplýsingar þínar á vandvirknislegan hátt í fullum trúnaði. Ef þú færð fréttabréf okkar og vilt breyta persónuupplýsingum þínum eða afþakka fréttabréfið skaltu smella á viðkomandi tengil í fréttabréfinu. Einnig getur þú sent beiðnina með tölvupósti til info(at)Koppert.nl, sem fer til markaðsdeildarinnar. Netföng eru ekki gefin upp, seld, leigð eða gerð tiltæk fyrir þriðju aðila. Allar póstherferðir eru gerðar með tækni sem tryggir að netföng annarra móttakenda eru ekki gefin upp.

Þú getur afþakkað áskriftina að fréttabréfinu sem tekur gildi frá og með þeim tíma. Til að afþakka skaltu smella á viðkomandi tengil í hverju sem er af fréttabréfunum.

Samskiptaeyðublað
Hægt er að hafa beint samband við okkur í gegnum samskiptaeyðublöð vefsvæðisins. Við biðjum þig um að veita okkur eftirfarandi upplýsingar:

  • Fornafn og eftirnafn
  • Heiti fyrirtækis
  • Netfang
  • Nytjaplöntur sem þú vilt fá upplýsingar um
  • Símanúmer

Við söfnum, vinnum með og notum gögnin sem þú hefur gefið okkur upp á samskiptaeyðublaðinu til þess að uppfylla þessa tilteknu beiðni. Þar að auki er eitthvað af þessum gögnum tengt við leit þína og smellihegðun á síðunni. Með því að safna þessum upplýsingum getum við greint ábendingar úr hópi gestanna sem heimsækja vefsvæðið okkar og hólfað þá niður eftir þörfum.

Utanaðkomandi þjónusta og efni á vefsvæðinu okkar
Vefsvæðið okkar gæti innihaldið tilvísanir (t.d. veftengil, auglýsingaborða eða hnapp) á aðrar vefsíður sem tengjast sérstökum hlutum vefsvæða okkar. Þetta þýðir ekki endilega að Koppert tengist þessum síðum eða eigendum þeirra. Við berum ekki ábyrgð á reglufylgni þessara þriðju aðila við gagnaverndarreglugerðir.

Til að fá frekari upplýsingar um umfang og tilgang slíkrar söfnunar og vinnslu á gögnum þínum skaltu lesa gagnaverndaryfirlýsingar veitnanna sem við notum þjónustu og/eða efni frá og sem bera ábyrgð á verndun gagna þinna:

Stjórnun, vefverslun og fjárstjórn
Koppert stjórnar og vinnur með persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar vegna sölu, innkaupa, ráðgjafar, pantana, afhendinga, reikninga, vefverslunarinnar, fjárstjórnunar og annarrar þjónustu:

  • Nafn
  • Símanúmer
  • Faxnúmer
  • Netfang
  • Heimilisfang fyrirtækis
  • Heimasímanúmer
  • Netfang
  • Staða tengiliðs
  • Viðskiptavinanúmer
  • Staðsetning og póstfang
  • Verslunarráðsnúmer
  • VSK-númer
  • Reikningsnúmer
  • Vefsvæði og aðrar viðskiptaupplýsingar
  • Pöntunarupplýsingar
  • Tölvupóstar

Lagadeild og innri stjórnun
Til að stjórna samningum, hugverki, verklagi fyrir lausn deilumála, og kvörtunum eða dómsmálum, vinnur Koppert með eftirfarandi gagnaflokka:

  • Nafn
  • Heimilisfang
  • Staða
  • Fæðingardagur
  • Fæðingarstaður
  • Verslunarráðsnúmer

Markaðs- og samskiptavirkni
Til að vinna með, safna, skrá og nota persónuupplýsingar vegna yfirtöku og samskipta við viðskiptavini og stjórnun viðskiptatengiliða, vinnur Koppert með eftirfarandi persónuupplýsingar:

  • Fornafn
  • Eftirnafn
  • Netfang
  • Heiti fyrirtækis
  • Myndir af viðskiptavinum og tengiliðum

Ráðningar
Vinnsla, söfnun, skráning og notkun persónuupplýsinga vegna ráðninga. Unnið gæti verið með eftirfarandi flokka persónuupplýsinga í þessum tilgangi:

  • Fornafn
  • Eftirnafn
  • Netfang
  • Búsetustaður
  • Ferilskrá
  • Kynningabréf

Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu

Við erum með eftirfarandi lagalega grundvelli fyrir vinnslu á gögnum þínum:

  • Samþykki hefur fengist frá skráðum aðila,
  • vinnsla er nauðsynleg til að uppfylla lagalegar kröfur,
  • vinnsla er nauðsynleg fyrir uppfyllingu samnings,
  • vinnsla er nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna.
    • Lögmætir hagsmunir eru byggðir á eftirfarandi: Vinnslan er nauðsynleg til að sinna venjulegum rekstri og viðhalda sambandi við þig.

Vafrakökur

Við notum vafrakökur á vefsvæðinu okkar. Vafrakaka er lítil textaskrá sem vafrinn þinn geymir á tölvunni þinni þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar. Aðaltilgangur vafrakaka er að aðgreina notendur. Vafrinn þinn sendir okkur upplýsingarnar sem geymdar eru næst þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar.

Hvaða vafrakökur notum við?

Við greinum á milli mismunandi tegunda vafrakaka. Lestu meira í Vafrakökuyfirlýsingu okkar.

Virknikökur / nauðsynlegar kökur
Virknikökur tryggja að vefsvæðið okkar virki rétt. Þær innihalda stillingar sem geymdar eru af vafranum til að besta hvernig vefsvæðið okkar birtist á skjánum þínum.

Greiningarkökur / valkvæðar kökur
Við notum greiningarkökur frá þriðja aðila til að safna tölfræðigögnum um hvernig vefsvæðið okkar er notað. Þetta gerir okkur kleift að besta vefsvæðið okkar enn frekar fyrir notendur þess.

Samþykki þitt
Við notum valkvæðar kökur aðeins ef við höfum fengið fyrirfram samþykki frá þér. Þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar í fyrsta skipti, birtist borði sem biður þig um að samþykkja notkun á valkvæðum kökum. Ef þú hefur gefið samþykki þitt munum við nota vafraköku í tölvunni þinni og borðinn mun ekki birtast aftur eins lengi og vafrakakan er virk. Eftir lok líftíma kökunnar eða ef þú eyðir kökunni birtist borðinn næst þegar þú kemur á vefsvæðið okkar og biður þig um að samþykkja aftur.

Vinnsla þriðja aðila

Stundum notum við sérfræðiþjónustuveitendur til að vinna með gögn þín. Við veljum þessar veitur vandlega. Í samræmi við vinnslusamningana okkar mega þær aðeins vinna með persónuupplýsingar þínar fyrir hönd Koppert og í samræmi við fyrirmæli okkar.

Hversu lengi eru persónuupplýsingar þínar geymdar?

Koppert geymir persónuupplýsingar þínar ekki lengur en nauðsynlegt er í tilgangi vinnslunnar, í ljósi viðkomandi lögmætra hagsmuna og í samræmi við lögboðinn geymslutíma.

Hvar eru gögnin þín geymd?

Gögnin þín eru geymd í öruggum gagnamiðstöðvum sem tilheyra sérfræðiþjónustuveitendum okkar í Þýskalandi. Við notum Google Analytics. Gögn frá þessari þjónustu eru send til og geymd af Google á netþjónum í Bandaríkjunum.

Hvernig höldum við gögnunum þínum öruggum?

Öryggi persónuupplýsinga þinna er okkur mikilvægt. Við notum viðeigandi tækni- og skipulagsráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar gegn tapi og hverskonar ólögmætri vinnslu. Starfsfólk okkar sem vinnur með persónuupplýsingar þínar þarf að viðhalda trúnaði um gögnin og halda fast við þessa skuldbindingu.

Persónuupplýsingar þínar eru dulkóðaðar af öryggisástæðum. Við notum SSL (Secure Sockets Layer) í samskiptum í gegnum vafra þinn. Hægt er að sjá það á lástákninu sem vafrinn sýnir þegar SSL-tenging er virk.

Réttindi þín

Almenna gagnaverndarreglugerðin segir fyrir um nokkur réttindi fyrir skráða aðila. Við gerum okkar besta til að uppfylla hverskonar beiðnir um nýtingu slíkra réttinda. Ertu með endurgjöf fyrir okkur? Láttu okkur vita. Ef þú vilt nýta þér réttindi þín, skaltu hafa samband við okkur í privacy(at)koppert.com .

  • Réttur til að fá upplýsingar og réttur til aðgangs Þú hefur auðvitað rétt á að vita hvaða persónuupplýsingar við vinnum með. Við getum sagt þér meira um hvernig við gerum það og hvers vegna.
  • Réttur á leiðréttingu Ef þú telur að gögn sem við erum með um þig séu ónákvæm geturðu beðið okkur um að leiðrétta þau.
  • Réttur á útþurrkun Þú getur beðið okkur um að þurrka út gögnin þín. Hinsvegar gætum við ennþá þurft að vinna með gögn þín í öðrum tilgangi, svo sem við stjórnun eða fjarlægingu endurtekninga.
  • Réttur á að takmarka vinnslu: Ef þú telur að við vinnum með gögn þín á ólögmætan eða rangan hátt, getur þú beðið okkur um að takmarka vinnsluna.
  • Réttur á að andmæla: Þú getur andmælt vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum. Ef þú ert ósátt(ur) því að fá markaðssamskipti munum við hætta að vinna með gögn þín jafnskjótt og auðið er.
  • Réttur á færanleika gagna: Þetta eru ný réttindi undir almennu gagnaverndarreglugerðinni (GDPR) til að flytja persónuupplýsingarnar þínar. Ef þú vilt nýta þér þessi réttindi skaltu hafa samband við okkur.
  • Réttur á að draga samþykki til baka: Þú getur dregið til baka samþykki þitt við að fá tölvupósta, til dæmis. Ef þú vilt draga til baka samþykki fyrir hvers konar vinnslu, skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.
  • Þú hefur rétt til að senda inn kvörtun til Persónuverndar í Hollandi (Autoriteit Persoonsgegevens) hvenær sem er.

Hafa samband

Hafirðu einhverjar spurningar um gagnavernd, skaltu nota samskiptaeyðublaðið á vefsvæðinu okkar eða hafa beint samband við okkur í privacy(at)koppert.com.

Heimilisfang: Koppert
Postbus 155
2650 AD Berkel en Rodenrijs
Nederland
Sími: +31 (0) 10 514 04 44

Breytingar á gagnaverndaryfirlýsingunni

Við gætum uppfært gagnaverndaryfirlýsinguna endrum og eins. Uppfærslur á gagnaverndaryfirlýsingunni verða birtar á vefsvæðinu okkar. Allar breytingar taka gildi um leið og þær eru birtar á vefsvæðinu. Við mælum þess vegna með að þú heimsækir vefsvæðið reglulega svo að þú vitir af uppfærslum.

Síðasta uppfærsla: 8. nóvember 2018