Mirical

Mirical Rántíta Macrolophus pygmaeus

Nota Mirical fyrir:
 • Gróðurhúsamjöllús
 • Tóbaksmjöllús
 • Gróðurhúsaspunamítill
 • Kögurvængjur
 • Egg fiðrilda og tómatblaðmöls
 • Blaðlýs
 • Gangaflugnalirfur
Umbúðir:

100 ml flaska, inniheldur 500 fullorðin dýr og gyðlur blandað við viðarspæni og bókhveiti

Almennar upplýsingar

Play video

Hvenær á að nota Mirical

Notaðu Mirical sem lífræna meindýravörn gegn öllum stigum:

 • Gróðurhúsamjöllús (Trialeurodes vaporariorum)
 • Tóbaksmjöllús (Bemisia tabaci), sérstaklega eggjum og lirfum

Mirical er líka vörn gegn:

 • Gróðurhúsaspunamítlum
 • kögurvængjum (þar með töldum Echinothrips americanus)
 • eggjum fiðrilda
 • tómatablaðmölur (Tuta absoluta)
 • blaðlúsum (í minna mæli)
 • gangaflugnalirfur (í minna mæli)

Macrolophus getur einnig lifað á grænmetissafa en það hægir á vexti stofnsins.

Kynntu Macrolophus til sögunnar í upphafi ræktunartímans, þar sem rántítustofninn þarf tíma til að komast á legg og dafna.

Hvernig virkar Mirical?

Fullorðnar rántítur og gyðlur leita virkt að bráð sinni og gleypir hana í sig. Ef um mjöllúsaregg, -lirfur, eða -púpur er að ræða er aðeins skinnið eftir í upphaflegu ástandi þess.

Notkun Mirical

Play video

Notkun Mirical

 • Dreifðu efninu á hreinar, þurrar steinullarmottur, í Dibox-kassa eða á laufblöð. Tryggðu að efnið sé ekki truflað í að minnsta kosti nokkra klukkutíma
 • Setjið í þyrpingar minnst 50 rántíta
 • Dreifðu efninu úr hverri flösku á að minnsta kosti 6-10 staði
 • Dreifðu efninu þunnt (að hámarki 1 sm þykkt) þannig að rántíturnar komist út úr burðarefninu
 • Notaðu Entofood til að veita fæðu í upphafi ræktunartímans, þegar álag vegna skaðvalda er lítið. Þetta flýtir þróun Macrolophus.
 • Eftir nokkrar vikur má einnig nota Artefeed.
 • Notaðu miðann sem hægt er að fletta af til að merkja hvar vörunni var sleppt.

Bestu notkunarskilyrði Mirical

Kjörhitastig fyrir Mirical er yfir 20°C, lægra hitastig hægir markvert á vexti Macrolophus pygmaeus.

Meðhöndlun

Lífræn nytjadýr hafa mjög stuttan líftíma og þess vegna þarf að sleppa þeim í ræktunina eins fljótt og mögulegt er eftir móttöku. Sé það ekki gert getur það haft neikvæð áhrif á gæði þeirra. Þurfir þú að geyma Mirical, skaltu fylgja leiðbeiningunum hér fyrir neðan. Koppert B.V. ber ekki ábyrgð á gæðatapi ef varan er geymd lengur en ráðlagt er og/eða við röng skilyrði.

 • Geymsla eftir móttöku: 1-2 dagar
 • Geymsluhiti: 8-10°C/47-50°F
 • Í myrkri (flaskan lárétt)

Skömmtun

Upplýsingarnar hér fyrir neðan eru aðeins til ábendingar. Hægt er að fá sérsniðnar ráðleggingar ef upplýsingar liggja fyrir um staðbundna þætti sem þarf að taka til greina, svo sem gerð nytjaplantna, veðurfar og hversu slæm plágan er. Ráðfærðu þig við sérfræðing Koppert eða viðurkenndan dreifingaraðila Koppert til að fá upplýsingar um rétta nálgun.

Mirical forvarnir létt græðandi kröftugt græðandi
Hlutfall 0.25/m² 0.5/m² 5/m²
m²/eining 2.000 1.000 100
Millibil (dagar) 14 14 14
Tíðni 2x 2x 2x
Athugasemdir - - notið aðeins á sýkt svæði

Hafðu samband við sérfræðinginn

Koppert Biological Systems

Thanks for your request!

Something went wrong, please try again

Viltu vita meira um fyrirtækið og vörurnar okkar? Hafðu samband við einhvern af sérfræðingum okkar.
Við framleiðum vörurnar okkar og lausnir fyrir atvinnumenn í garðyrkjuframleiðslu.

Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .
Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .

Fáðu áskrift að fréttablaðinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir og upplýsingar um nytjaplönturnar þínar beint í pósthólfið

Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Persónuverndarstefnu og Þjónustuskilmálum Google .
Skruna upp