Að vita og þekkja

Að vita og þekkja

Fáðu leiðarvísi ræktandans að lífrænum vörnum fyrir uppskeruna

Leiðarvísirinn gefur þér það sem þú þarft til að vita og þekkja. Hann Það gefur þér vitneskju um lífsferil meindýranna og öll stig hans, auk þess að gera þér kleift að þekkja meindýrin eða sjúkdóminn sem þú stendur andspænis með ítarlegum skýringarmyndum og nærmyndum. Vitneskjan sem þú færð gerir þér kleift að finna bestu sjálfbæru lausnina.

Leiðarvísirinn var fyrst gefinn út fyrir 25 árum síðan og endurskoðaður árið 2003. Nýjasta útgáfa hans samanstendur af 443 síðum, 700 ljósmyndum og mýmörgum skýringarmyndum af algengustu meindýrunum, sjúkdómunum og náttúrulegum óvinum þeirra.

Þessi bók gefur lesandanum nauðsynlegar upplýsingar til að skilja samskiptin á milli meindýra, sjúkdóma og náttúrulegra óvina þeirra. Hún útskýrir hvernig þau dreifa sér í ræktuninni, skemmdunum sem þau geta valdið og sérstök hegðunareinkenni.

Koppert - þekkingarfyrirtæki

Notkun lífrænna varna er ekki einfalt ferli heldur er það orðið að flóknu kerfi með mörgum þáttum sem þarf að taka tillit til. Koppert hefur verið meðvitað um þörfina á vitneskju í meira en 50 ár.

Nýlegar vísindauppgötvanir varðandi gagnlegar örverur hafa leitt til nýrra hagnýtra lausna fyrir ræktendur. Þessi uppfærða útgáfa af Að vita og þekkja inniheldur einnig nýjar lífrænar plöntuverndarvörur og líförva sem auka þol plöntunnar gagnvart álagi og hjálpa plöntunni að vaxa betur og vera heilbrigðari.

Koppert telur að deiling þessarar þekkingar geti gegnt mikilvægu hlutverki við að ná fram 100% sjálfbærri garðyrkju og landbúnaði í samvinnu við náttúruna.