Neytendur

Neytendur

Á hverjum degi hjálpar Koppert ræktendum og bændum um allan heim að berjast gegn meindýrum og sjúkdómum á náttúrulegan og sjálfbæran hátt. Við vonumst þannig til að stuðla virkt að sjálfbæru samfélagi, með öruggum matvælum í nægjanlegu magni til að fæða mannfjölda sem fer sífellt fjölgandi.

Við framleiðum okkar náttúrulegu óvini, hunangsflugur og örverufræðilegar lausnir í þekkingarkrefjandi ferli. Þar að auki þarf mikinn stuðning við innleiðingu á vörum okkar. Þess vegna selur Koppert vörur sínar eingöngu til atvinnuræktenda og bænda.

Til þess að geta veitt þér sem besta neytendaþjónustu, tókum við saman lista yfir algengar spurningar. Við vonum að þú finnir svarið við spurningum þínum á þessum lista.

Lífrænar varnir fyrir ræktunina

Hvað eru lífrænar varnir fyrir ræktunina?
Hugmyndin á bak við lífrænar varnir fyrir ræktun er mjög einföld, en hún felst í því að nota náttúrulega óvini svo sem ránmítla, maríuhænur og sníkjuvespur til að berjast gegn skaðlegum meindýrum á sama hátt og þeir gera í náttúrulegu umhverfi sínu. Koppert býður upp á ýmsar tegundir sníkjuvespa, ránmítla, títa og bjalla, hnúðmýs og huluvængja. Þú getur heimsótt YouTube-rásina okkar til að sjá hvernig náttúrulegir óvinir ráðast á bráð sína.

 • Hvers vegna er mælt með notkun lífrænna varna í ræktun?
  Hvers vegna er mælt með notkun lífrænna varna í ræktun?

  Ræktendur um allan heim nota lífrænar varnir í ræktun í miklum mæli. Þar af leiðandi hefur notkun skordýraeiturs í garðyrkjuframleiðslu minnkað verulega, en samhliða því hefur uppskeran og gæði hennar aukist. Afurðir sem ræktaðar eru með hjálp lífrænna varna í ræktuninni eru heilbrigðar og öruggar, bæði fyrir neytendur og umhverfið. Stórmarkaðir sem selja grænmeti og blóm telja þætti á borð við sjálfbærni og hversu umhverfisvæn varan er mjög mikilvæga.

 • Hvar get ég keypt vörurnar ykkar?
  Hvar get ég keypt vörurnar ykkar?

  Við seljum ekki kaupendum í einkageirunum né áhugagarðyrkjumönnum vörurnar okkar. Atvinnuræktendur geta haft samband við dreifingaraðila Koppert.

 • Hvernig veit ég hvort ávextir og grænmeti í stórmarkaðnum voru ræktuð á sjálfbæran hátt með lífrænum vörnum?
  Hvernig veit ég hvort ávextir og grænmeti í stórmarkaðnum voru ræktuð á sjálfbæran hátt með lífrænum vörnum?

  Þó að sífellt fleiri ræktendur noti náttúrulega óvini til að berjast gegn plágum og sjúkdómum í stað varnarefna, sést það ekki á vörunum sjálfum. Spurðu stórmarkaðinn þinn og hvettu hann til að taka upp sjálfbærari háttsemi.

  Ef þú kaupir vöru sem merkt er „lífræn“ geturðu verið viss um að engar efnavörur voru notaðar til að vernda uppskeruna.

 • Ég keypti plöntu sem var með kort/smápoka frá Koppert. Hvað geri ég við hann?
  Ég keypti plöntu sem var með kort/smápoka frá Koppert. Hvað geri ég við hann?

  Kortið/smápokinn á plöntunni þýðir að náttúrulegir óvinir voru notaðir til að berjast gegn plágum. Það er góðs viti og þýðir að þú keyptir sjálfbæra plöntu! Þú getur látið kortið/smápokann vera áfram á plöntunni. Það gæti enn innihaldið einhverja náttúrulega óvini sem halda áfram að berjast gegn plágum á plöntunni. Ekki hafa áhyggjur af þessum skordýrum: þau hafa aðeins áhuga á plágum og deyja þegar búið er að útrýma plágunni.

Náttúruleg frævun

Hvað er náttúruleg frævun?
Grænmeti, til dæmis tómatar og paprikur, er oft ræktað í gróðurhúsum. Þegar gómsætur lítill tómatur lendir á diskinum þínum á hann mjög langa sögu að baki. Plantan þarf fyrst að mynda aldin áður en tómaturinn getur byrjað að vaxa. Í náttúrunni sjá skordýr og önnur dýr um frævun og þar með myndun aldina. Hunangsflugur eru mikilvægir frjóberar akurplantna og nytjaplantna í garðyrkju. Hunangsflugur eru nánir ættingjar býflugna. Árið 1987 var sýnt fram á að hunangsflugur gætu verið mjög gagnlegar í gróðurhúsum sem frjóberar.

 • Hvers vegna ættirðu að nota náttúrulega frævun?
  Hvers vegna ættirðu að nota náttúrulega frævun?

  Notkun hunangsflugna getur sparað ræktendum mikinn tíma og erfiðisvinnu. Ef ekki væri fyrir þær, þyrfti að fræva nytjaplönturnar með höndunum. Það kom einnig í ljós að náttúruleg frævun með hunangsflugum gaf betri árangur. Hún bætti frjóvgun, jók gæði aldinanna, og gaf af sér meiri uppskeru.

  Koppert framleiðir ýmsar tegundir hunangsflugna í ýmsum löndum eftir gildandi lögum hvers lands. Þessar hunangsflugur eru ekki lengur ræktaðar einungis fyrir tómatræktun þar sem ræktendur rúmlega 120 gerða af nytjaplöntum hafa keypt búin okkar og hunangsflugur. Milljarðar hunangsflugna hafa síðan verið ræktaðar. Þar sem stofnar hunangsflugna og annarra frjóberandi skordýra í náttúrunni eru í hættu er þessi ræktun enn mikilvægari en nokkru sinni áður.

 • Hver er munurinn á hunangsflugum og býflugum?
  Hver er munurinn á hunangsflugum og býflugum?

  Hunangsflugur nota suðfrævun sem er nauðsynleg fyrir tómata og gagnleg fyrir bláber.
  Hunangsflugur virka einnig vel samhliða býflugum.

  Helsti munurinn er:

  • hunangsflugur eru stærri og loðnari en býflugur
  • hunangsflugur búa ekki til hunang
  • hunangsflugur búa í minni búum (hundruð í stað tugir þúsunda)
  • hunangsflugnabú leggst ekki í dvala, einungis drottningin leggst í dvala
 • Af hverju seljið þið hunangsflugur en ekki býflugur?
  Af hverju seljið þið hunangsflugur en ekki býflugur?

  Hunangsflugur eru iðin vinnudýr. Ein hunangsfluga getur með frævun aðstoðað við framleiðslu á um það bil 150 kílóum af tómötum, heimsótt þúsund blóm og unnið í átján tíma á dag. Hunangsflugur geta flogið allt að tíu kílómetra frá búinu og safnað og flutt sextíu prósent af sinni eigin líkamsþyngd af frjódufti. Og hunangsflugur láta ekki leiðinlegt veður stoppa sig, þær halda áfram að vinna í köldu, vindasömu veðri. Þetta útskýrir hvers vegna hunangsflugur eru notaðar samhliða býflugum sem halda sig inni í búinu í slæmu veðri. Hunangsflugur Koppert eru einnig mjög heilbrigðar. Óháðar stofnanir leggja mat á gæði þeirra og heilbrigði og Koppert er með strangt eftirlit.

 • Hvernig panta ég hunangsflugnabú?
  Hvernig panta ég hunangsflugnabú?

  Því miður geta einstaklingar ekki pantað hunangsflugnabú.

 • Ég var stunginn af hunangsflugu. Hvað ætti ég að gera?
  Ég var stunginn af hunangsflugu. Hvað ætti ég að gera?

  Þessar upplýsingar um hunangsflugnastungur veita leiðbeiningar um hvernig hægt er að draga úr hættunni á að vera stunginn og um möguleg viðbrögð við stungunni og meðhöndlun.

Örverufræðilegar lausnir

Fyrir utan hjálparefni og frjóbera eru örveruvörur, svo sem gerlar og sveppir, þriðja stoðin undir sjálfbærri framleiðslu á plöntum og uppskeru. Þó að ekki sé hægt að sjá þær með berum augum, geta þessar vörur, sem hægt er að nota bæði ofanjarðar og neðan, gert ótrúlega hluti. Þær berjast gegn sjúkdómum og meindýrum, styrkja nytjaplöntur og bæta upptöku næringarefna. Þróun þeirra þarfnast hágæða og kostnaðarsamra vísindarannsókna.

 • Hvernig virka örverur?
  Hvernig virka örverur?

  Ferlið getur verið mismunandi en lífræni sveppaeyðirinn Trianum er frábært dæmi. Trianum er byggt á sveppnum Trichoderma harzianum. Gró T-22 stofnsins taka sér bólfestu í rótarkerfi trés og halda sjúkdómavöldum í skefjum.

Verkefni/skóli

Ert þú að vinna að skólaverkefni? Þá skaltu fara á https://www.secretagentsinhorticulture.com/ til að fá upplýsingar um lífrænar varnir í ræktun, náttúrulega frævun og örverufræði. Þú getur einnig fundið fullt af upplýsingum á www.koppert.com, en þær eru sniðnar að atvinnuræktendum.

Pöntun á kynningarefni

Farðu í netverslun okkar til að panta bæklinga og annað kynningarefni. Hafðu í hug að bæklingar og kynningarefni er sniðið að atvinnuræktendum.